Tölvugerð mynd af hönnun Fossvogsbrúar

Velkomin á Verksjá.is

Upplýsingavettvang Betri Samgangna

Hér er hægt að fá upplýsingar um þau verkefni sem falla undir Samgöngusáttmála og framvindu þeirra á auðveldan og aðgengilegan hátt.

Góða ferð.

Samgöngusáttmáli Stofnvegir Borgarlínan Göngu- og hjólastígar Samgöngutölfræði Öryggi og flæði Framkvæmdum lokið
Borgarlínan Stofnvegir Göngu- og hjólastígar

Samgöngusáttmáli

Deila

Samgöngusáttmálinn

  1. Sáttmálinn
  2. Af hverju
  3. Gögn

Það voru tímamót þegar ríkið og sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér samkomulag um sameiginlega sýn um samgönguframkvæmdir til framtíðar. Haustið 2024 var samgöngusáttmálinn uppfærður og hann lengdur með samræmdum tíma - og kostnaðaráætlunum og fjármögnun til ársins 2040.

Markmið samgöngusáttmálans eru:
• Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar.
• Kolefnishlutlaust samfélag
• Aukið umferðaröryggi
• Samvinna og skilvirk framkvæmd
• Bætt lýðheilsa

Af hverju?

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um 100 þúsund til 2040. Ferðum muni fjölga um helming, með 500.000 fleiri ferðum á hverjum virkum degi árið 2040 en 2019.

Á árunum 2019-2024 fjölgaði íbúum svæðisins að jafnaði um 21.000 íbúa sem gerir um 83 á viku. Á sama tíma hafa um 15.855 bílar bæst við umferðina eða um 63 í hverri viku. Farþegafjöldi almenningssamgangna hefur á sama tíma aukist og ferðum á hjóli fjölgað verulega. Árið 2023 var metár með um 12,6 milljón innstig í strætó. Ávinningur með sáttmálanum er minni ferðatími, fleiri valkostir í samgöngum, aukið umferðaöryggi, minni umhverfisáhrif og bætt lífsgæði íbúa. Ákveðið var að stofna félag ríkis og sveitarfélaganna um skipulag og rekstur almenningssamgangna og almenningssamgöngur sem voru efldar samhliða uppfærslu á samgöngusáttmála haustið 2024.

Markmið sáttmálans eru:
• Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar.
• Kolefnishlutlaust samfélag
• Aukið umferðaröryggi
• Samvinna og skilvirk framkvæmd
• Bætt lýðheilsa

Samgöngusáttmálinn:
Greinargerð viðræðuhópsSækja
Viðauki við samgöngusáttmálaSækja
Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu samgöngusáttmálaSækja
Framkvæmdaáætlun uppfærðs samgöngusáttmálaSækja
Samkomulag vegna reksturs stjórnskipulags og veghaldsSækja
KynningarglærurSækja
Minnisblað samþykkt á fundi ráðherraSækja
Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic AnalysisSækja
Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmálaSækja
Mörkun og skilgreining framkvæmdaSækja
Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangnaSækja
Forsendur rekstraráætlunar nýs leiðanetsSækja
Content here